fyrir 6-8 manns
1 laukur, saxaður
1 púrrulaukur
3 hvítlauksrif, söxuð
3 gulrætur, sneiddar
1 rauð paprika, skorin í meðalstóra bita
1 gul paprika, skorin í meðalstóra bita
4-5 msk. góð olía til að steikja grænmetið í
½-1 l fiskisoð, vatn og fiskikraftur
3 msk. tómat-púreé
3 tsk. karrí-madras
2 tsk. karrí
svartur pipar
4 msk. mangó-chutney
1 dl sæt chili-sósa
700 g lax, þorskur eða nannar þéttur fiskur, skorinn í bita
300 g rækjur eða minna
2 dl matreiðslurjómi
3 ds kókosmjólk
(taílensk fiskisósa ef vill, nokkrir dropar)
Aðferð:
Steikið grænmetið á pönnu eða í víðum potti í um 5-7 mín. eða þar til laukurinn er glær og stráið svo karrí-madras yfir. Setjið þá annað grænmeti út í og steikið áfram við meðalhita í nokkrar mín.
Setjið fiskisoð, ásamt kókosmjólk, tómatpúrru og matreiðslurjóma út í og og láta malla.
Þá er mangó-chutney og chili-sósu bætt saman við og bragðbætt með karríi, salti og pipar og meira kryddi eftir smekk.
Látið malla og sjóða niður í um 15 mín.
Örlítið af taílenskri fiskisósu látið út í til að fríska súpuna ef vill.
Súpan er svo látið sjóða og þá er fiskurinn látinn út í (eftir suðu).
Gott að bera fram með súrdeigsbrauði.