Þessi réttur á upphaflega rætur hjá matreiðslumeistaranum Gordon Ramsey og hefur reynst vel, bæði sem aðalréttur eða snarl en líka má bera hann fram sem meðlæti. Á myndinni er hann meðlæti með lasagna og fór mjög vel á því en parmesanbragðið af blómkálinu smellpassaði með lasagnaréttinum.
1 stórt blómkálshöfuð
3 msk. ólífuolía og meira þegar búið er að raða blómkálsbitunum á bökunarpappírínn
2 marin hvítlauksrif
1/2 tsk. paprika
salt og svartur pipar eftir smekk, ég notaði mikið af piparnum
1/2 bolli rifinn parmesan ostur
Hitið ofninn í 200 gráður. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu. Skolið og þerrið blómkálið og rífið það niður í minni bita. Skerið þá í tvennt ef þeir eru stórir til að þeir bakist jafnt. Látið allt hráefnið +o skál og veltið blómkálsbitunum vel upp úr blöndunni. Dreifið blómkálsbitunum jafnt yfir bökunarpappírinn í skúffunni. Bakið í 30 – 40 mínútur eða þar til blómkálið hefur fengið gullinn lit og er orðið meyrt. Njótið sem aðalréttar með góðri sósu, meðlæti eða bara sem snarl.

Bakað blómkál.
Hvítlaukssósa:
sýrður rjómi
2 hvítlauksfrif, marin
1/2 msk. sojasósa
salt og svartur pipar eftir smekk