Nú fást mjög góðar kartöflur í verslunum sem eru vel þess virði að baka og nota íslensku kryddjurtirnar á þær.
kartöflur
ólífuolía
gróft salt
hvítlauksrif að vild, marin
ferskt tímían og/eða aðrar ferskar kryddjurtir
Skerið kartöflurna i tvennt, dreypið ólífuolíu yfir og saltið. Bakið þær við 220°C í 20 mín. Blandið fersku kryddjurtunum og hvítlauknum saman við olíuna og dreifið blöndunni yfir kartöflurnar og bakið áfram í 10 mínútur. Kartöflur bakaðar á þennan hátt eru unaðslegar með grillmatnum og eiginlega með hverju sem er.