Hægt er að kaupa tilbúinn plokkfisk í öllum fiskbúðum og víðar. Tilvalið er að nýta sér það og leika svo aðeins með hráefnið og útbúa réttinn eftir eigin höfði. Hér er uppskrift sem hefur alltaf heppnast og er tilbrigði við hefðbundinn, íslenskan plokkfiskrétt:
tilbúinn plokkfiskur úr fiskbúð, u.þ.b. 250 g á mann
spínat
gratínostur til að sáldra yfir
Látið spínat í botninn á eldföstu fati og plokkfiskinn þar yfir. Síðan er gratínosti sáldrað yfir og látið í ofn við 200°C í 15-20 mínútur eða þar til rétturinn er orðinn gullinbrúnn. Berið fram með seyttu rúgbrauði með smjöri og osti ef vill.