Þrjár gamlar samstarfskonur ákváðu að hittast hjá Sigríði Guðnadóttur í Þorlákshöfn, en það hafði verið lengi á dagskrá. Þær unnu saman fyrir rúmum 30 árum hjá Ríkisútvarpinu á Akureyri og þrátt fyrir endalaus fyrirheit um að drífa í að hittast, varð minna úr aðgerðum. Það var því ótrúlegt framtak að koma þessu í kring að lokum og Sigríður bauð uppá dýrindis veitingar, þar á meðal þessa ótrúlega köku. Sigríður sendi okkur uppskrift af kökunni, sem hún segir alveg eins og döðlukökuna sem Eva Laufey er með á sínu bloggi. Sigríður fékk uppskriftina sem hér fer á eftir hjá vinkonu sinni.
Dillons kaka með heitri karmellusósu og rjóma
230 g döðlur, brytjaðar
1 tsk matarsódi
120 g mjúkt smör eða smjörlíki
5 msk sykur
2 egg
120 g hveiti
½ tsk kanill
½ tsk salt
½ tsk vanilludropar
1 ½ tsk lyftiduft
- Setjð döðlurnar í pott og látið fljóta yfir þær, látið suðuna koma upp. Takið pottinn af hellunni og látíð bíða í 3 – 4 mínútur. Stappið döðlurnar aðeins með gaffli. Bæti matarsódanum út í og blandið vel og látíð standa smá stund.
- Þeytið smjör og sykur vel saman og bætið eggjunum saman við einu og einu í senn. Hrærið vel.
- Bætið öllum þurrefnum saman við ásamt vanilludropum .
- Að lokum bætið þið dölumaukinu út í (ekki öllu í einu) og hrærið varlega.
- Látið deigð í vel smurt kökumót með lausum botni (t.d. 8 cm háu og 24 cm í þvermál) við 180°C í 35 – 40 mín. eða þar til miðjan virðist bökuð.
Karamellusósa
120 g smjör
120 g púðursykur
1 ½ rjómi
½ tsk vanilludorpar (má sleppa)
Látið allt í pott og hitið við vægan hita þar til karmellan fer að sjóða og látið malla í þrjár mín. Hrærið þar til karmellan er orðin hæfilega þykk.
Berið kökuna fram volga eða kalda með heitri sósunni og létt þeyttum rjóma.