Hæstiréttur mun kveða upp dóm í skerðingamáli Gráa hersins klukkan 14 í dag.
Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi 22. desember á síðasta ári. Þrátt fyrir að málið tapaðist þar, taldi Flóki Ásgeirsson sem fór með málið fyrir Gráa herinn þar, að niðurstaðan væri áfangasigur. Dómurinn hefði „hafnað bæði vörnum ríkisins sem byggðust á formsatriðum og þeirri megin málsástæðu ríkisins að ellilífeyrir almannatrygginga njóti ekki verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar“ Að sögn hans stóð eftir ágreiningur um það hvort núverandi skerðingar stæðust þær kröfur um jafnræði og meðalhóf, sem leiddu af þessu stjórnarskrárákvæði. Heimild fékkst til að áfrýja málinu beint til Hæstaréttar og fór málsmeðferðin þar fram fyrir fjórum vikum. Niðurstöðu Hæstaréttar er beðið með eftirvæntingu og það verður spennandi að heyra hana á morgun.