Tengdar greinar

Ítalskur sítrónuís um jólin

Ítalskur sítrónuís er ótrúlega góður, frískandi og jólalegur. Hérna fyrir neðan er uppskriftin að þessum dásamlega ís.

 

1/2 líter rjómi

6 dl. flórsykur

3 sítrónur

3 dl. þurrt hvítvín

3 eggjahvítur

 

Rífið börkinn af öllum sítrónunum á grófu hliðinni á rifjárni.

Þeytið rjómann. Pressið safann úr sítrónunum og blandið sítrónuberkinum,

safanum, flórsykrinum og víninu saman og hrærið síðan blöndunni saman við þeytta rjómann.

Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið varlega saman við rjómablönduna.

Hellið blöndunni í skál sem er ekki of djúp og setjið í frystinn.

Hrærið upp í ísnum frá botninum þegar ísinn er farinn að kólna vel í frystinum eða eftir ca. klukkustund.

Þetta er gert til að koma í veg fyrir að vökvinn setjist á botninn  í skálinni.

 

Uppskriftin er fyrir 4

Ritstjórn desember 21, 2018 15:41