Ofnsteiktir kartöflubátar með kryddjurtum og hvítlauk eru sérlega góðir sem meðlæti með kjötréttum. Þeir eru líka góðir sem smásnarl með góðri ídýfu. Gróft salt er punkturinn yfir i-ið en auðvitað þarf að gæta hófs í saltnotkun eins og allir vita. Það er bara svo gott! Spörum það bara í einhverju öðru.
800 g stórar kartöflur
3 msk. ólífuolía
3-4 hvítlauksrif
nokkrar tímíangreinar
gróft salt
nýmalaður svartur pipar
Hitið ofnin í 220 °C. Hellið olíunni í eldfast mót. Skerið kartöflurnar í 6-8 báta hverja, veltið þeim upp úr olíunni og raðið þeim þannig að hýðið snúi niður. Merjið hvítlauksrifin og raðið þeim á milli bátannaKryddið með salti og pipar og dreifið fersku tímíani yfir. Setjið fatið í ofninn í 25 – 35 mínútur eða þar til þeir eru orðnir meirir og farnir að taka lit. Dreifið maldon salti yfir og berið fram.