Kúrbítslasagna

Nú, þegar margar kjötmáltíðir eru fram undan, er ekki úr vegi að bjóða upp á dýrindis grænmetisrétt sem bæði er gómsætur og hollur. Rétturinn er frábær sem aðalréttur eða sem meðlæti með kjötmáltíð.

4 kúrbítar, sneiddir

10 tómatar, sneiddir

2 paprikur, sitt hvor litur, smátt saxaðar

1 hótellaukur, sneiddur og léttsteiktur

4 hvítlauksrif, sneidd

rósmarín, ferskt

tímían, ferskt

salt og nýmalaður pipar

2 kúlur mozzarella ostur, sneiddar

rifinn mozzarellaostur

1/2 bolli ferskur, nýrifinn parmesan ostur

ólífuolía

Skerið allt grænmetið og léttsteikið laukinn og hvítlaukinn í olíu á pönnu. Látið eitt lag af kúrbítssneiðum í botninn á stóru eldföstu fati. Raðið tómantseniðum ofan á og síðan lauk, þá rifnum mossarella osti og saxaðri papriku. Síðan svolitlu af ferska kryddinu og salt og pipar. Endurtakið þetta  og endið á kúrbítssneiðum. Hellið olíunni yfir og bakið við 180°C í 1 klst. Takið út og raðið ferskum mozzarella ostsneiðum ofan á og látið undir grillið í svolitla stund.

Ritstjórn desember 4, 2020 10:41