Piparsteik á þorranum

Fyrir þá sem eru hreint ekkert fyrir þorramat, sem tröllríður lífi Íslendinga um þessar mundir, er hér uppskrift að algerri andstæðu við þá góðu fæðu. Almennileg piparsteik er líklega eins langt frá íslensku súrmeti og hægt er að hugsa sér svo hér er ein góð uppskrift sem óhætt er að mæla með:

Uppskriftin er fyrir fjóra

x 200 g nautasteikur (filet)

2 msk. grænn pipar i legi

dl brandi eða koníak

2 1/2 dl rjómi (matreiðslurjómi)

1 tsk. dijon sinnep

1 tsk. nautakjötskraftur

sósujafnari

Merjið helminginn af piparnum með buffhamri og veltið steikunum upp úr því. Steikið þær síðan í olíu á vel heitri pönnu í 1 mínútu á hvorri hlið eða þar til þær hafa brúnast vel. Setjið síðan afganginn af piparnum á pönnuna ásamt koníakinu og kveikið í ef þið kjósið en það breytir ekki bragðinu að sleppa íkveikjunni. Hún er meira fyrir sjónarspilið. Takið steikurnar af pönnunni og setjið á grind. Bætið rjóma, kjötkrafti og sinnepi á pönnuna og þykkið sósuna með sósusafnaranum. Bakið steikurnar síðan í ofni í 3 mín. við 180°C. Takið þær því næst út og látið þær standa á borði í 3 mín. Látið þær því næst aftur inn í ofinn í 3 mín. Með þessari aðferð verður kjötið millisteikt (medium) en ef óskað er meira elduðu kjöti eru steikurnar látnar vera inni í 5 mín. í seinna sinn. Berið fram með steiktum perlulauk og smjörsteiktum sveppum. Mjög gott er að hafa kartöflusmælki með sem hafa verið soðin í 5 mínútur og síðan velt upp úr olíu og ofnsteikt við háan hita

Ritstjórn janúar 15, 2022 15:49