Til þess að við fáum ekki samviskubit þegar okkur langar að gefa gestum okkar, sér í lagi barnabörnum, sælgæti þá er tilvalið að vera búinn að útbúa þessar sælgætisstangir sem undantekningarlaust falla í kramið, sérstaklega hjá ungviðinu.
1 bolli granola eða kornflex
1 bolli haframjöl
1/2 bolli hveiti
50 g hakkaðar heslihnetur
1/2 boll rúsínur
1 egg
3 tsk. ólífuolía
3 tsk. hunang
1/2 tsk. kanill
1 tsk. sykur
Hitið ofninn í 170 gráður. Setjið bökunarpappír í botninn í ferköntuðu, eldföstu formi. Látið öll þurrefnin saman í skál og blandið vel. Hrærið saman eggi, hunangi, olíu og kanil. Blandið eggjahrærunni saman við blönduna og þrýstið henni niður í formið. Bakið í um 25 – 30 mínútur. Skerið í hæfilega bita og pakkið inn í plastfilmu. Hægt er að frysta og geyma í allt að þrjá mánuði.