Sinnepskryddaður lax á grillið

4 laxasneiðar

ferskur aspas

léttsoðnar kartöflur

 

Kryddlögur:

2 dl ólífuolía

4 msk.Honey-Dijon sinnep

2 msk. balsamedik

1 msk. sojasósa

ferskt basil, saxað

salt og pipar

Blandið öllu vel saman. Setjið laxasneiðarnar á disk og penslið þær með kryddleginum. Geymið í a.m.k. 2 klst. í ísskáp. Grillið laxasneiðarnar í 3 mín. á hvorri hlið. Skerið kartöflurnar í tvennt og penslið líka með kryddleginum og grillið í nokkrar mínútur með laxinum. Sjóðið aspasinn í  4 mínútur og berið fram með laxinum. Skreytið með fersku basil. Afgangurinn af kryddleginum er svo borinn fram sem sósa með laxinum.

Ritstjórn júlí 31, 2020 13:24