Nú, í aðdraganda jólanna er ágætt að flikka upp á hversdagsmatinn og hér er uppskrift sem gaman er að bjóða upp á þótt ekki sé verið að elda veislumat. Þessi réttur er mjög einfaldur.
Fyrir fjóra og nægur afgangur fyrir nestið daginn eftir.
700 g nautahakk
100 g haframjöl
3 msk. mjólk
2 egg
4 hvítlauksrif, söxuð
2 msk. ferskt rósmarin, saxað
1/2 tsk salt og af nýmöluðum svörtum pipar
2 msk. ólífuolía
2 krukkur marinara sósa
steinselja til skreytingar
niðurrifinn parmesan ostur
gott að hafa langt hvítlauksbrauð sem meðlæti
Blandi saman í sal nautahakki, haframjöli, mjólk, eggjum, hvítlauk, rósmaríni, salt og pipar. Takið sem nemur 2 msk. af nautahakkinu og búið til bollur. Setjið steikingarolíu á pönnu og steikið bollurnar þar til þær eru fallega brúnar alla hringinn. Hellið marinara sósunni yfir og látið malla í 15 mínútur eða þar til bollurnar eru eldaðar í gegn. Skreytið með saxaðri steinselju og rifnum parmesan og berið fram með pasta, brauði og meiri parmesan fyrir þá sem vilja.