Botn:
2 1/2 dl hveiti
1 tsk. vanillusykur
100 g smjör
1 eggjarauða
Fylling:
100 g mjúkt smjör
100 g suðusúkkulaði
2 egg
1 dl strásykur
1 msk. koníak
3-4 perur
Blandið hveiti, vanillusykri og smjöri saman og loks eggjarauðunni. Fletjið deigið út þar til það passar í bökuform sem er u.þ.b. 28 sm í þvermál. Látið það síðan bíða í ísskáp í 15-20 mín. Búið til fyllinguna á meðan deigið er í kælingu. Byrjið á að bræða smjörið. Látið súkkulaðið út í og látið bráðna. Þeytið eggin og sykurinn saman og hellið út í blönduna ásamt koníakinu. Forbakið deigið við 200 gáður í um 10 mín. Afhýðið perurnar og kjarnhreinsið, skerið í sneiðar og raðið á forbakaðan botninn. Hellið súkkulaðiblöndunni yfir. Bakið í miðjum ofni í 20 – 25 mín. Berið fram með vanilluís eða þeyttum rjóma.