Flestir þyngjast um jól og áramót. Nýja árið byrjar því oft með heitstrengingum um að taka sig á, létta sig og fara í ræktina. Á vef danska ríkissjónvarpsins Lev nu eru birtar tölur um hvernig neyslumynstur dana breytist á milli desember og janúar. Tölurnar eru fengnar frá verslunarkeðjunni COOP. Þar kemur fram að fólk kaupir 94 prósent meira af smjöri í desember en í janúar, 67 prósent meiri rjóma, 66 prósent meira af áfengi og næstum helmingi meira af flögum og tæplega þriðjungi meira af sódavatni. Í janúar er allt annað uppi á teningnum þá kaupa danskar fjölskyldur 58 prósent meira af skyri en í desember, 57 prósent meira af þorskhrognum, 55 prósent meira af kostasælu, rúmlega 50 prósentum meira af brokkolí og blómkáli. Neysla á hvítkáli eykst um tæp 30 prósent. Lifðu núna er ekki kunnugt um að sambærilegar tölur séu til á Íslandi en að öllum líkindum má ætla að við séum ekki ólík dönum þegar kemur að matarinnkaupum.
Danir borða skyr í janúar.