Það getur verið afar notalegt að fá sér heita drykki á aðventunni. Jólaglögg er einn þeirra drykkja sem mörgum finnst gott að fá annaðhvort á síðkvöldum eða fá sér eitt og eitt glas í önnunum sem fylgja jólunum.
Jólaglögg
1 flaska þurrt rauðvín
1 appelsína skorin í sneiðar
¼ bolli brandy (má sleppa)
¼ bolli hunang eða sykur
8 negulnaglar
2 kanilstangir
2 stjörnuanísar
Ef vill má nota appelsínusneiðar, stjörnuanís eða kanilstangir til að skreyta glösin með.
Setjið allt vínið, sykurinn, appelsínuna, og kryddið í pott og hitið að suðu. Hrærið í pottinum á meðan blandan er að hitna. Þegar lögurinn er orðinn vel heitur lækkið hitann og látið malla í eina til þrjár klukkustundir. Sigtið kryddið og appelsínurnar frá og hellið blöndunni í glös. Skreytið með kanilstöng, stjörnuanís eða appelsínusneið.
Óáfeng jólaglögg
2 bollar vatn
1 bolli sykur
2 msk. negulnaglar
2 kanilstangir, brotnar
2 tsk. saxað ferskt engifer
4 bollar eplasafi
2 bollar appelsínusafi
4 msk. sítrónusafi
Sjóðið saman vatn og sykur í 10 mínútur. Setjið negulnaglana, kanilstangirnar og engiferið í grisjupoka og látið vera í sykurleginum í klukkustund. Hrærið ávaxtasöfunum saman við og hitið að suðu. Fjarlægið kryddpokan og hellið í glös. Skreytið glösin með appelsínusneiðum. Hægt að bera fram annað hvort heitt eða kalt.
Heitt toddý
240 ml (u.þ.b. 8 einfaldir) whisky, bourbon eða brandy
6 msk. hunang
2 sítrónur
4 bollar epla sider
4 earl grey tepokar
4 kanilstangir
Setjið áfengið, siderinn, kanilstangirnar og hunangið í pott og hitið að suðu. Hrærið í blöndunni svo hunangið leysist upp. Takið af hitanum og bætið tepokunum út í. Látið standa í tvær mínútur. Fjarlægið tepokana og kreistið safa úr hálfri sítrónu út í. Skiptið blöndunni í fjögur stór glös eða könnur. Skreytið með kanilstöngum og sítrónubátum.
Einfaldasta toddy í heimi
Það er hægt að búa til mjög einfalt toddy með því einu að laga te og setja sítrónusneið og kanilstöng út. Svo er einfaldlega hægt að bæta út í þetta slurk af rommi. Magnið fer eftir því hversu sterkt hver og einn vill að toddyið sé.
Heitt súkkulaði
Fátt jafnast á við heitt súkkulaði og það er mjög einfalt að laga það.
175 g. suðusúkkulaði
2 dl vatn
1 l mjólk
salt
Hitið vatnið og látið súkkulaðið bráðna í því, hrærið á meðan súkkulaðið er að bráðna. Bætið mjólkinni út í og hitið að suðu. Saltið eftir smekk. Berið súkkulaðið fram með þeyttum rjóma og rifnu súkkulaði. Sumum finnst gott að bragðbæta það með smá rommi en það er engin nauðsyn á því.