Létt og loftsteikt er hollt og gott

Íslendingar eru nýungagjarnir og yfirleitt fljótir að tileinka sér nýja tækni. Reglulega komast hér í tísku tæki eða aðferðir við eldamennsku, sumar gamlar og margreyndar úti í heimi en aðrar afrakstur nýrrar tækni. Air Fryer var jólagjöfin árið 2022 og óhætt að fullyrða að loftsteikingarpottar séu til á öðru hverju heimili. Fólk er misduglegt að prófa sig áfram við notkun þeirra en ný matreiðslubók, Létt og loftsteikt í Air Fryer ætti að vera þeim mikil hjálp sem enn eru óöryggir.

Bókin er eftir Nathan Anthony er ungur norður-írskur matgæðingur og kokkur og þekktur á samfélagsmiðlum víða um heim. Hann deilir efninu sínu undir yfirskriftinni, Bored of Lunch og leggur sig fram um að deila uppskriftum sem eru auðveldar, fljótlegar, gómsætar og hollar. Air Fryer-inn er einmitt gott tæki til að draga úr fitu í mat og Nathan gefur upp kaloríufjölda í hverjum rétti ásamt því að gefa skemmtilegar upplýsingar um hvern rétt fyrir sig. Hvar og hvenær best sé að bera hann fram og annar kostur er að margar uppskriftirnar í bókinni, Létt og loftsteikt í Air Fryer eru stundum miðaðar við tvo en eftirfarandi kjúklingauppskrift er fyrir fjóra.

HUNANGS-OSTAKUBBAR MEÐ RÓSMARÍNI

2 egg, slegin
150 g hveiti
200 g panko­rasp eða

þurrkuð brauðmylsna,

fínmöluð í matvinnsluvél 200 g salatostur (feta),

skorinn í teninga

6 msk hunang rósmarínnálar, saxaðar

smátt, til að strá yfir
ljós sesamfræ til að strá yfir

1 Settu egg, hveiti og rasp hvert í sína skálina. Veltu ostateningunum fyrst upp úr hveiti, svo eggi og láttu umframegg drjúpa af, og veltu þeim að lokum upp úr raspinu.

2 Loftsteiktu við 190°C í 9 mínútur.
3 Veltu teningunum upp úr hunangi. Það má velgja hunangið

fyrst ef þér þykir það betra.

4 Stráðu söxuðu rósmaríni og sesamfræjum yfir. Stingdu tannstöngli eða grillpinna í hvern ostakubb og berðu fram.

Ritstjórn janúar 15, 2025 07:00