Góðar ömmur og afar eru gulli betri, það vita allir. En hvernig verða góðar ömmur og afar enn betri og hvað geta þau gert til að taka þátt í lífi barnabarnanna, hér eru nokkur ráð.
1. Horfið á kvikmyndir með barnabörnunum í spjaldtölvu en skemmtið þeim líka með sögum frá því í gamla daga þegar fólk fór út á vídeóleigu til að ná sér í spólu.
2. Spilið Hljóma og Ragga Bjarna fyrir þau en dansið með þeim við tónlist Of Monsters and Men.
3. Lofið söguhetjur eins og stúlkuna í kvikmyndinni Hungurleikar og leggið áherslu á að stelpur og strákar eru jafnvíg að öllu leyti.
4. Verið vel að ykkur um nútíma barna- og unglingabókmenntir en kennið krökkunum einnig að meta Stefán Jónsson og íslenskar þjóðsögur.
5. Það er allt í lagi að krakkarnir fái pizzu, jafnvel seint að kvöldi, en venjið þau samt við hefðbundinn mat kennið þeim með tímanum að matreiða vinsælustu rétti fjölskyldunnar.
6. Fáið fréttir af barnabörnunum í gegnum Skype frekar en horfa á fréttir í sjónvarpinu.
7. Standið á hliðarlínunni á fótboltavellinum og hvetjið barnabörnin en bjóðið þeim jafnframt í leikhús og á tónleika til að víkka sjóndeildarhring þeirra.
8. Sendið barnabörnum ykkar kveðju með sms en sendið þeim líka póst upp á gamla mátann svo þau njóti þess að hlakka til einhvers.
9. Þið eruð ávallt til reiðu þegar þörf er fyrir trúnaðarvin eða bara pössun.