Bakaða, óviðjafnanlega ostakakan

Ostakökur eru freistingar sem óhætt er að falla fyrir um jólin. Hér kemur ein unaðsleg sem fólk hættir ekki fyrr en það fær uppskriftina með sér heim eftir boðið. Nú er hægt að benda bara á vef Lifðu núna 🙂

Botn:
1 1/4 bolli hakkaðar tvíbökur
3 msk. sykur
1/3 bolli brætt smör
Hakkið tvíbökurnar og blandið saman við sykurnn og brædda smörið. Þrýstið blöndunni í botninn á bökuformi.

Fylling:
360 g rjómarostur
3 eggjarauðar
1/2 bolli rjómi
1/2 bolli sykur
2 msk. hveiti
1 tsk. sitrónusafi
1/2 tsk. vanilludropar
3 eggjahvítur (þeyttar)

Blandið rjómaostinum, eggjarauðunum, rjómanum, sykrinum, sigtuðu hveitinu, sítrónusafanum og vanilludropunum saman. Þeytið eggjahvíturnar og blandi þeim varlega saman við í lokin. Látið blönduna ofan á muldu tvíbökurnar og bakið í 50-55 mínútur við 175°C. Með þessari unaðsegu ostaköku er gott að bera fram krisuberjasósu sem fæst tilbúin í krukku frá ,,Den gamle fabrik”.

 

 

 

 

Ritstjórn nóvember 25, 2022 14:09