400 g beinlaust kjúklingakjöt, bringur eða læri
2 hvítlauksrif, pressuð
1 laukur, saxaður
100 g kartöflur, skornar í bita
1 tsk. tímían
1 l vatn
3 teningar kjúklingakraftur
1 dós maískorn með safa
3 msk. hveiti
2 msk. ólífuolía
½ tsk. svartur pipar
1 msk. sítrónusafi
3 dl matreiðslurjómi
2 tómatar, skornir í bita
1 lárpera, skorin í bita
Skerið kjúklingakjötið í strimla, snöggsteikið það og geymið. Steikið saman laukinn og hvítlaukinn í stutta stund og bætið kartöflum, kryddi, teningum, maís og vatni út í og sjóðið í 15-20 mínútur. Hrærið saman hveiti og olíu og þykkið súpuna með því. Látið rjómann saman við og hitið að suðu. Látið að síðustu kjúklingastrimlana, tómata, lárperu og sítrónusafa út í. Hitið að suðu og berið fram með sneiddu ,,baguette“ brauði.