Hreyfingarleysi hefur verri áhrif á heilsuna en aldur

Þórunn Sveinbjörnsdóttir

Þórunn Sveinbjörnsdóttir

„Við getum bætt 5-10 góðum árum við lífið, með hreyfingu og hollu mataræði“, segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, en félagið efnir til átaks til að fá eldra fólk til að sinna heilsunni betur og hreyfa sig meira. Það hefur fengið til liðs við sig fleiri sem vinna að sömu markmiðum, þar á meðal Heilsuborg, sem hélt kynningarfund nýlega til að kynna það sem fyrirtækið hefur uppá að bjóða fyrir sextuga og eldri.

Enginn og gamall til að hreyfa sig

Erla Gerður Sveinsdóttir

Erla Gerður Sveinsdóttir

Erla Gerður Sveinsdóttir læknir og fagstjóri heilbrigðisþjónustu hjá Heilsuborg segir að fyrirtækið hafi tekið því fagnandi að taka þátt í þessu átaki, því það sé markmið Heilsuborgar að aðstoða fólk við að bæta heilsuna „Það er aldrei of seint að byrja“, segir hún. „Við höfum séð hversu miklar framfarir geta orðið þegar fólk fer að hreyfa sig“. Bæði hún og Óskar Jón Helgason sjúkraþjálfari og forstöðumaður hjá Heilsuborg leggja áherslu á að enginn sé of gamall til að hreyfa sig og Óskar segir að margir af þeim kvillum sem fylgja aldrinum, stafi af hreyfingarleysi en séu ekki afleiðing af hækkandi aldri.

Ertu kyrrsetumaður?

Menn fara með bílinn sinn í ástandsskoðun, en hjá Heilsuborg er nú í undirbúningi að menn geti farið með sjálfa  sig ástandsskoðun. Fá líkamlegt ástand metið og aðstoð við að útbúa æfingaprógramm sem hentar. Hugmyndin er að hluti af

Óskar Jón Helgason

Óskar Jón Helgason

ástandsskoðuninni verði að senda menn heim með skrefamæli. Fólk sem gengur minna en 5000 skref á dag er kyrrsetufólk, en þeir sem eru í góðri virkni ganga 10.000 skref eða meira á dag. Heilsuborg býður uppá fjölbreytta hreyfingu fyrir þá sem eru sextugir og eldri. Sjá hér.

Framlag félags eldri borgara

Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður félagsins segir hugmyndina að þessu átaki hafa kviknað út frá rannsókn Dr. Janusar Guðlaussonar á gildi hreyfingar fyrir eldri borgara, en það hafi sýnt sig að fólk á öllum aldri vilji vita meira um þessi mál. Þórunn segir að átakið sé einnig viðbrögð við mikilli fjölgun eldri borgara á næstu árum „Með því að auka hreyfingun og bæta heilsu eldra fólks, má auðvelda samfélaginu að takast á við þessa fjölgun“ segir hún. Auk Heilsuborgar eiga Landlæknisembættið, Reykjavíkurborg og World Class aðild að heilsueflingarátakinu.

Ritstjórn október 5, 2015 15:20