Skerið í bringurnar og leggið í maríneringu í minnst 30 mín. Má vera yfir nótt.
Uppskrift fyrir tvo:
2 kjúklingabringur1 rauðlaukur, skorinn í sneiðar
2 tómatar, skornir í sneiðar1 paprika, skorin í bita
rifinn ostur til að setja yfir bringurnar áður en þær eru settar í ofninn.
Skerið í bringurnar þannig að það verða 5-6 vasar í hvorri. Blandið öllum hráefnunum í maríneringuna:
1 dl ólífuolía
1/2 dl sojasósa
1 msk. púðursykur
1 tsk. oreganó
1 rósmaríngrein, nálarnar saxaðar smátt
2 hvítlauksgeirar, marðir
1 tsk. maldon salt
nýmalaður, svartur pipar
Blandið öllu saman og leggið bringurnar í maíneringuna þannig að hún fari vel inn í vasana.
Búið til vasa úr álpappír eins og sést á myndinni. Leggið sneiddan laukinn, tómatana og paprikuna í vasann og bringurnar þar yfir.
Sósa:
dós sýrður rjómi
1-2 msk. Habanero mango aioli frá Stonewall Kitchen
Blandið vel saman.
Steikt smælki:
Smælki fæst nú í verslunum og einfalt er að matbúa þessar litlu kartöflur á ómótstæðilegan hátt. Sjóðið kartöflurnar fyrst í 10 mínútur. Takið þær þá úr vatninu og skerið í tvennt. Leggið þær síðan í olíu sem blandað hefur verið með kryddi eins og chili og oreganó. Veltið kartöflunum upp úr olíunni og raðið þeim síðan á pönnu, með sárið niður. Steikið við háan hita í 3 – 5 mínútur. Berið bringurnar fram með grænmetinu úr álvasanum, sósunni, kartöflunum og blönduðu salati. Bringurnar má auðvitað líka setja í lítið eldfast form og leggja bringurnar ofan á grænmetið.