Einskonar eftirmáli
Lag: Jóhanna V. Þórhallsdóttir
Texti: Guðmundur Sigurðsson
Við höfum alltaf á alvörutímum lifað
einkum að dómi þeirra sem mest hafa skrifað
en þó að tilveran silist með svipuðum hætti
hún semur í líf vort fjölmarga gamanþætti
Og máske finnast margir er ljá þeim eyra
en miklu fleiri hvorki sjá þá né heyra
og þeim væri hollt í alvöru að yfirvega
hve alvaran stundum gerir oss spaugilega
og Göthe karlinn sem grúskaði þó í flestu
á gamalsaldri taldi það oss fyrir bestu
að taka lífinu létt á hverju sem gengi
maður lifir svo skammt og er dauður svo óralengi