Grilluð epli með apríkósum á grillið

12 þurrkaðar apríkósur, smátt saxaðar

1/2 dl koníak

6 konfektepli

sítrónusafi

4 tvöfaldir álpappírsbútar

dökkur púðursykur

2 msk. smjör

Hellið koníakinu yfir apríkósurnar og látið standa í klst. Skerið epli í tvennt þversum og skerið kjarnann burt. Dreypið sítrónusafa yfir skurðflötinn. Leggið eplahelmingana á álpappírsbútana með sárið upp. Skiptið koníaksapríkósunum í holurnar eftir kjarnana og setjið örlitla smjörklípu efst í herja fyllingu. Stráið svolitlum púðursykri yfir eplin og brjótið álpappírinn yfir. Lokið vel til endanna. Setjið eplabögglana á efri ristina og grillið í  lokuðu grilli við meðalhita í u.þ.b. 30 mín. Berið eplin fram heit með þeyttum rjóma, bragðbættum með vanillufræjum úr vanillustöngum.

Ritstjórn júlí 10, 2022 09:04