Eplakaka um helgar

Eplakaka er notalegt sunnudagsnammi, sér í lagi í veðráttu sem hefur verið undanfarið og flestir kjósa að vera inni. Hér er uppskrift að einni góðri sem er líka einföld í undirbúningi.

3 epli, t.d. Jonagold, skorin í bita

2 msk. haframjöl

2 msk. hveiti

90 g sykur

1 egg

250 g sýrður rjómi

Hitið ofninn í 180 gráður C. Skerið eplin í bita. Hærið saman hveiti, sykur, egg og sýrðan rjóma. Bætið eplabitunum út í og blandið vel. Hellið blöndunni í bökuform og bakið í 40 mínútur.

Deigmylsna ofan á:

70 g haframjöl

50 g púðursykur

1 tsk. kanill

80 g kalt smjör

Blandið saman hveiti, púðursykri og kanil. Myljið kalt smjörið út í og blandið. Stráið blöndunni yfir eplablönduna og bakið áfram í 15 mínútur til viðbótar. Best er að bera kökuna fram volga með þeytum rjóma eða vanilluís.

 

 

Ritstjórn mars 5, 2022 17:52