Forréttur fyrir fjóra:
10-16 stk. hörpuskelfiskur
2 fallegar paprikur
3 msk. ólífuolía
1-2 hvítlauksrif, sneidd
gott pestó
rifinn parmesanostur
Skerið paprikurnar í tvennt eftir endilöngu og fræhreinsið þær. Gætið þess að stinga ekki á þær göt. Látið 1 msk. af olíunni í hvern helming og dreifið hvítaukssneiðunum í botninn á þeim. Látið í eldfast fat og setjið í ofn við 175°C í 30 – 40 mín. Gætið þess að paprikurnar brenni ekki. Hreinsið hörpuskelina og þerrið. Létt saltið og piprið skelfiskinn rétt áður en hann er settur ofan í paprikuhelmingana, þ.e. þegar 5-7 mín. eru eftir af eldunartímanum og látið 1 tsk. af pestói þar ofan á. Síðan er rifnum parmesanosti dreift yfir áður en rétturinn er borinn fram. Þessi réttur veldur ekki vonbrigðum!