Þessi kjötsúpa er hreint út sagt unaðsleg og óhætt að bjóða hverjum sem er í mat. Þá gildir einu hvort gestir eru ungir eða gamlir. Hún er stútfull af næringu og hráefnið er svo gott að útkoman getur ekki annað en orðið góð.
250 g lambakjöt
700 ml vatn
pipar og salt
75 g gulrætur
75 g gulrófa
100 g hvítkál
75 g sellerírót
2 púrrulaukar, niðursneiddir
2 tsk. súpujurtir
lítið búnt af steinselju
4 meðalstórar kartöflur, skornar í bit,a eða 8 smælki
Skerið kjötið í bita og látið í pott. Hellið vatni yfir og kryddið með pipar og salti. Hitið að suðu og fleytið froðu ofan af ef þarf. Skerið gulrætur, gulrófu, hvítkál, sellerírót og púrrulauk og látið út í ásamt súpujurtum.
Látið súpuna malla rólega í klukkustund og berið fram. Þessi súpa er ekki verri daginn eftir svo gott er að elda ríflegan skammt. Svo má alltaf setja afganginn í frystipoka og frysta til að geta notað síðar ef maður vill ekki borða sama matinn dag eftir dag. Verði ykkur að góðu!