Lúða er í sérstöku uppáhaldi hjá blaðamanni Lifðu núna. Stundum hefur verið erfitt að nálgast hana í fiskbúðum en upp á síðkastið hefur framboðið verið nokkuð gott. Það er veiðibann á lúðu og hefur verið í nokkur ár en lúða kemur oft sem meðafli. Það má landa lúðu sem kemur sem meðafli á öðrum veiðum og ekki er talin lifa það af að verða sleppt aftur í hafið og það er lúðan sem ratar í fiskbúðirnar. Þessa uppskrift fengum við af vef matís sjá hér.
Ofnbökuð lúða
750 g lúðuflök
salt
pipar
1/4 bolli brætt smjör
1 msk sítrónusafi
Rjómaostsósa
250 g rjómaostur
1/3 bolli sýrður rjómi
2 msk mjólk
2 tsk sweet pickle relish
1 tsk smásaxaður laukur
1/2 tsk smásaxað kapers
Setjið fiskinn í bitum í smurt eldfast mót og stráið salti og pipar yfir. Blandið saman sítrónusafa og smjöri og hellið yfir fiskinn. Bakið í 20 mín. við 225°C. Berið fram með rjómaostsósunni. Hrærið rjómaostinn mjúkan og blandið hinum efnunum vel saman við.