Rauðar varir tákn um dirfsku og glæsileika

Sumt fólk heldur að konur sem komnar eru yfir miðjan aldur geti ekki verið með rauðan varalit, segir stílistinn Mary Wickison. Hún segir þetta hina mestu firru. Konur sem skarti rauðum vörum séu áræðnar, örgrandi og afar glæsilegar. Mary segir að ef konur hafi notað rauðan varalit alla ævi sé engin ástæða til að hætta því þó þær eldist, það eina sem þurfi að hafa í huga sé að velja réttan litatón, húðlitur breytist oft örlítið með aldrinum. Hún segir að snyrtivöruframleiðendur séu í vaxandi mæli að átta sig  það séu ekki bara konur á aldrinum 20 til 30 ára sem noti snyrtivörur heldur séu það konur á öllum aldri sem hafi gaman að því að líta vel út. Það geri það að verkum að nú sé í borði fjölbreyttari förðunarvörur fyrir konur á miðjum aldri og þaðan af eldri en fyrir nokkrum árum.

Eftir því sem árunum fjölgar tapar húðin teygjanleika sínum og ljóma og fíngerðar hrukkur koma í ljós. Mary segir að þess vegna sé nauðsynlegt að huga að því hvort það þurfir að skipta um snyrtivörur. Ef konur noti sömu vörurnar og þær notuðu fyrir aldarfjórðungi sé komin tími til að huga að breytingum. Allir eigi sínar uppáhalds vörur en það sé ekki víst að þær passi lengur fyrir viðkomandi. Eldri konur þurfi snyrtivörur sem innihaldi meiri raka en vörur sem þær notuðu þegar þær voru yngri. Það sama gildi um varalitinn.  Hér fyrir neðan er myndband með góðum ráðleggingum um hvernig sé best að bera á sig varalit svo hann haldist fallegur í langan tíma.

 

 

 

 

Ritstjórn ágúst 2, 2017 09:41