Nokkur góð ráð við að pakka í ferðatöskuna

Sumarið er tími ferðalaga. Það eru nokkur atriði sem fólk ætti að hafa í huga þegar það pakkar niður fyrir sumarfríið.Það er gott að byrja á því að gera lista yfir það sem maður þarf og týna allt til áður en byrjað er að pakka í ferðatöskuna. Því næst er gott að rúlla upp bolum, peysum, gallabuxum og svo framvegis. Að rúlla fötunum upp sparar pláss og fötin krumpast síður. Sokkum og nærfatnaði er hægt að rúlla upp og stinga inn í skó. Það sparar pláss. Það er líka gott ráð að setja snyrtivörur í minni umbúðir. Hér fyrir neðan eru stutt myndskeið sem við fundum á Youtube og sýnir hvernig hægt er að nýta plássið í ferðatöskunni til hins ýtrasta.

Ritstjórn júní 1, 2016 10:57