Portúgalskur saltfisksréttur

Fiskur á alltaf við, enda úrvals hráefni sem er bæði hollt og gott. Hér gefum við uppskrift að portúgölskum saltfisksrétti sem er frábær og einfaldur og bráðnar í munni. Gullosturinn gefur þessum rétti sérstakt bragð. Þennan rétt má hafa bæði hversdags eða í matarboði með vínglasi ef vill. Gott að bera fram ferskt salat með og jafnvel nýbakað brauð. Njótið.

Portúgalskur saltfisksréttur

600 g kartöflur, soðnar og skornar í bita
600 g saltfiskur, léttsoðinn
1 stk. laukur saxaður
2 hvítlauksrif, smátt söxuð
1 stk. rauð paprika, skorin í bita
3 msk. olía til steikingar
100 g smjör
1 stk. gullostur, skorinn í bita
1 poki rifinn ostur
1 pk. kokteiltómatar

Aðferð:
Laukur og hvítlaukur steiktir upp úr olíu og smjöri, papriku svo bætt út í. Síðan er öllu blandað saman, sett í eldfast mót og rifnum osti stráð yfir ásamt kokteiltómötum. Sett inn í 180 gráðu heitan ofn og bakað í u.þ.b. 15 mín.

Ragnheiður Linnet blaðamaður skrifar fyrir Lifðu núna

Ritstjórn ágúst 20, 2024 07:00