Tíu mest lesnu pistlarnir á Lifðu núna 2021

Pistlahöfundar Lifðu núna héldu áfram að skrifa pistla fyrir Lifðu núna á síðasta ári og héldu þannig uppi fjölbreyttara efni, en annars væri á síðunni. Þeir skiptast á að skrifa og eru pistlarnir birtir á mánudögum. Mest lesnu pistlarnir á nýliðnu ári voru þessir:

1. Bye afi.  Segir frá kveðju 10 ára drengs til afa síns sem féll frá.  Jónas Haraldsson skrifaði. Sjá hér.

2. Barnamatseðil takk.  Sigrún Stefánsdóttir sagði frá heimsókn með barnabörn á veitingastað þar sem enginn var barnamatseðillinn. Sjá pistilinn hér.

3. Sagan af Kela.  Hvað skal gera þegar annar makinn hrýtur þannig að hann heldur vöku fyrir hinum? Guðrún Hafsteinsdóttir skrifaði þennan pistil sem hægt er að smella á hér.

4. Hvaðan kom forrétturinn?   Sigrún Stefánsdóttir varpaði þessari spurningu fram í pistli um efnið. Það var lítið um forrétti í æsku margra lesenda Lifðu núna. Sjá pistilinn hér.

5. Ertu ekki aðeins of gamall?   Jónasi Haraldssyni varð nokkuð hverft við þegar lítill gutti spurði hann þessarar spurningar. Hér má lesa pistilinn.

6. Norðvesturkjördæmið.  Margir veltu gangi mála fyrir sér í þessu ágæta kjördæmi eftir talningaklúður þar í alþingiskosningunum. Það gerði líka Óttar Guðmundsson í þessum pistli sem er hægt að nálgast hér.

7. Skrítið að hafa engan starfstitil lengur.   Aðalsteinn Örnólfsson skrifaði um þessa nýju tilfinningu þegar farið er á eftirlaun. Sjá pistilinn hér.

8. Stund milli símastríða.  Jónas Haraldsson fjallaði um hversu erfitt það getur verið að ná sambandi við barnabörnin sem eru stöðugt í símanum. Smellið hér til að sjá pistilinn.

9. Skröltandi gervitennur.  Sigrún Stefánsdóttir velti í þessum pistli fyrir sér tannheilsu eldra fólks fyrr og síðar. Skoðið pistilinn hér.

10. Hvað er í pakkanum?  Lífsreynslusaga af því að fá pakka frá útlöndum. Sigrún Stefánsdóttir skrifaði. Smellið hér til að lesa pistilinn.

 

Ritstjórn janúar 6, 2022 05:40